Tekjur námu tæplega 30 milljörðum og jukust um 1% frá fyrra ári.
Byggingavöruverslunin Byko, sem er í eigu Norvik-samstæðunnar, hagnaðist um rúmlega 1,2 milljarða króna í fyrra en hagnaður lækkaði lítillega frá fyrra ári.
Tekjur námu tæplega 30 milljörðum og jukust um 1% frá fyrra ári. Framlegð nam 9,7 milljörðum og jókst um 358 milljónir.

Félagið greiddi 1,2 milljarða í arð til eiganda í fyrra eftir að hafa greitt út 900 milljónir árið áður.
Heimild: Vb.is