Home Fréttir Í fréttum Þau vilja stýra Fram­kvæmda­sýslunni – Ríkis­eignum

Þau vilja stýra Fram­kvæmda­sýslunni – Ríkis­eignum

118
0
Óskar Jósefsson, settur forstjóri, er í hópi umsækjenda. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir er til húsa í Borgartúni. FSRE

Nítján sóttu um stöðu forstjóra Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna sem auglýst var laus til umsóknar fyrr á árinu.

<>

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfrestur rann út 4. apríl síðastliðinn og er það fjármála- og efnahagsráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára.

Í auglýsingunni var tekið fram að leitað væri að „framsýnum og öflugum forstjóra FSRE, með brennandi áhuga á að stýra og þróa stærsta fasteignasafn landsins og vera í leiðandi hlutverki varðandi opinberar framkvæmdir.“

Í hópi umsækjenda eru meðal annars Óskar Jósefsson sem er settur forstjóri stofnunarinnar.

Eftirfarandi einstaklingar sóttu um stöðuna:

  • Angantýr Einarsson, verkefnastjóri
  • Davíð Logi Dungal, rafvirki
  • Einar Kristján Haraldsson, verkefnastjóri
  • Guðmundur Axel Hansen, verkfræðingur
  • Guðmundur Magnússon, rekstrar- og stjórnunarverkfræðingur
  • Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
  • Hrafn Hlynsson, leiðandi sérfræðingur
  • Ingi Guðmundur Ingason, viðskiptafræðingur
  • Jón Friðrik Matthíasson, bygginga- og Mannvirkjafulltrúi
  • Kristján Sveinlaugsson, deildarstjóri
  • Markús Eiríksson, fyrrv. Forstjóri
  • Matthías Ásgeirsson, stjórnunarráðgjafi
  • Ólafur K. Hólm Eyjólfsson, lögmaður
  • Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri Athafnaboargarinnar
  • Óskar Jósefsson, settur forstjóri
  • Óskar Örn Jónsson, byggingar- og rekstrarverkfræðingur.
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir, laganemi
  • Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður
  • Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri

Haustið 2021 runnu Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiseignir saman í eina stofnun, Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir, eða FSRE. Ríkisieignir höfðu þá haft eignasafn ríkisins í sinni umsjón, en Framkæmdasýslan sinnt byggingu nýrrar aðstöðu, leigu og endurbótum á húsnæði ríkisstofnana og ráðuneyta.

Heimild: Visir.is