Home Fréttir Í fréttum Hraðbraut sem aldrei var notuð

Hraðbraut sem aldrei var notuð

151
0
Fyrir miðri mynd má sjá norðurhluta hússins með hraðbrautinni sem aldrei var notuð. Takið eftir sveigju á brautinni í átt að Kalkofnsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Það er mat skipu­lags­full­trúa að Toll­húsið í Kvos­inni sé á meðal glæsi­leg­ustu bygg­inga Reykja­vík­ur. Það beri að sýna bygg­ing­unni sér­staka virðingu og eins meta tign henn­ar og feg­urð í borg­ar­inn­rétt­ing­unni til hlít­ar verði farið í að umbreyta henni eft­ir þörf­um Lista­há­skól­ans. Gísli Hall­dórs­son arki­tekt teiknaði húsið.

<>

Ef norður­hluti bygg­ing­ar­inn­ar verður rif­inn hverf­ur hluti hraðbraut­ar Geirs­götu frá síðustu öld, sem aldrei varð að veru­leika. Að henni yrði viss eft­ir­sjá.

Þetta kem­ur fram í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur um fyr­ir­spurn Fram­kvæmda­sýslu-Rík­is­eigna  um sam­tal og sam­ráð við Reykja­vík­ur­borg um skipu­lag lóðar nr. 19 við Tryggvagötu og teng­ingu nýrr­ar bygg­ing­ar Lista­há­skóla Íslands (LHÍ) í og við Toll­húsið við nær­liggj­andi um­hverfi. Frétt birt­ist í Morg­un­blaðinu 16. mars sl.

Skól­inn und­ir einu þaki

Fram kem­ur í um­sögn verk­efna­stjór­ans að fyr­ir­hugað er að end­ur­inn­rétta nú­ver­andi Toll­hús við Tryggvagötu 19 og reisa að hluta nýja bygg­ingu í fót­spori fyrr­ver­andi toll­skála (þar sem Kola­portið hef­ur lengi verið starf­rækt) fyr­ir Lista­há­skóla Íslands. Öll starf­semi skól­ans, svið og deild­ir, verður sam­einuð und­ir einu þaki.

Áætluð rým­isþörf er alls um 15.500 fm hús­næðis (brúttó). Inn­an þess­ar­ar tölu er gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á nú­ver­andi hús­næði auk við- og ofaná­bygg­ing­ar. Þarfagrein­ing og hús­rým­isáætl­un voru unn­ar af Teikni­stof­unni Tröð árið 2021. Nú­ver­andi bygg­ing er 10.150 fm.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is