Home Fréttir Í fréttum Markarfljótsbrú kostar 220 milljónir

Markarfljótsbrú kostar 220 milljónir

201
0
Ný göngubrú yfir Markarfljót – séð úr norðaustri. MYND/STUDIO GRANDA/EFLA VERKFRÆÐISTOFA

Vel sækist að fjármagna göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal í Þórsmörk, sem verður 158 metra löng fullbyggð. Brúin gerir eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins aðgengilegra en einnig öruggara, segir í frétt Skógræktar ríkisins.

<>

Markmiðið með smíði göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal er að auka öryggi og aðgengi að einum af vinsælustu ferðamannastöðum á landinu, segir í fréttinni og jafnframt að með aðkomu frá Emstruleið verður til ný aðkoma að Þórsmörk sem gerir fleirum kleift að njóta útivistar í Þórsmörk.

Með göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður til örugg og fljótleg rýmingar- og flóttaleið ef miklir vatnavextir verða í öðrum ám á svæðinu.
Með göngubrúnni opnast einnig nýjar gönguleiðir fyrir lengri og skemmri ferðir um þetta fjölbreytta landsvæði með tengingu við Tindfjallasvæðið sem og inn með Markar­fljótsgljúfrum að vestanverðu. Með því móti dreifist vaxandi ferðamennska betur.

Fjárveitingar sem tryggðar hafa verið til verkefnisins eru alls 84 milljónir króna. Heildarkostnaður við undirbúning og smíði brúarinnar er áætlaður um 220 milljónir króna. Framkvæmdir hafa því enn ekki verið fjármagnaðar að fullu og þar með er ekki ljóst hvenær smíði brúarinnar hefst.

Heimild: Vísir.is