NLSH auglýsir í vikunni eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágangi á nýrri byggingu við Grensásdeild.
Nýbyggingin, sem verður um 4.400 m2 og mun rísa vestan við núverandi húsnæði þar sem komið verður upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun með tengingum við núverandi byggingar.
Í nýbyggingu verður einnig komið fyrir nýrri 19 rúma legudeild og aðstöðu fyrir sjúklinga, útisvæði og tómstundarými ásamt nýju eldhúsi og matstofu.
Helstu verkþættir verkefnisins eru:
- Burðarvirki
- Frágangur utanhúss
- Frágangur innanhúss
- Lagnir
- Loftræsing
- Raflagnir
Heimild: NLSH.is