Home Fréttir Í fréttum Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

70
0
Frá síðustu Verk og vit sýningu árið 2022. Ljósmynd/Aðsend

Stór­sýn­ing­in Verk og vit verður hald­in í sjötta sinn dag­ana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýn­ing­ar­höll­inni í Laug­ar­dal.

<>

Í frétta­til­kynn­ingu frá Verk og vit seg­ir að á sýn­ing­unni kynni fyr­ir­tæki og stofn­an­ir í bygg­ing­ariðnaði, mann­virkja­gerð og skipu­lags­mál­um vör­ur sín­ar og þjón­ustu. Sýn­ing­in er opin fagaðilum alla sýn­ing­ar­dag­ana, en al­menn­ingi gefst kost­ur á að heim­sækja hana helg­ina 20.-21. apríl.

Hef­ur fest sig í sessi sem lyk­ilviðburður

„Mik­ill áhugi hef­ur jafn­an verið á sýn­ing­unni, bæði meðal fagaðila og al­menn­ings, og hef­ur gesta­fjöldi verið um 25.000 síðustu ár en þetta er í sjötta sinn sem sýn­ing­in er hald­in. Þannig hef­ur Verk og vit fest sig í sessi sem lyk­ilviðburður og einskon­ar upp­skeru­hátíð í bygg­ing­ariðnaði, skipu­lags­mál­um og mann­virkja­gerð á Íslandi,” seg­ir Áslaug Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri AP al­manna­tengsla, sem er fram­kvæmdaaðili sýn­ing­ar­inn­ar.

Sam­hliða sýn­ing­unni verður einnig hald­in ráðstefna og aðrir viðburðir. Meðal sýn­enda verða bygg­inga­verk­tak­ar, verk­fræðistof­ur, tækjaleig­ur, hug­búnaðarfyr­ir­tæki, fram­leiðend­ur, mennta­stofn­an­ir og ráðgjafa­fyr­ir­tæki og er mik­ill hug­ur í þeim að gera sýn­ing­una sem glæsi­leg­asta.

Heimild: Mbl.is