Home Fréttir Í fréttum Þjófar stálu koparvír af Múlaþingi fyrir 2,2 milljónir

Þjófar stálu koparvír af Múlaþingi fyrir 2,2 milljónir

71
0
Koparvír eins og sá sem stolið var frá Múlaþingi. Facebook-síða lögreglunnar á Austurlandi – Lögreglan á Austurlandi

Tveir kílómetrar af kopavír hurfu í Fellabæ í nágrenni Egilsstaða. Vírinn er metinn á rúmar 2,2 miljónir króna.

<>

Lögreglan Austurlandi lýsir eftir tveimur kílómetrum af koparvír sem fingralangir menn stálu frá sveitarfélaginu Múlaþingi. Vírinn er tíu millimetra þykkur og átti að nota til að jarðtengja ljósastaura á nýjum göngustíg að baðstaðnum Vök við Urriðavatn.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarverkstjóra á Egilsstöðum var vinna hafin við að plægja vírinn niður en einn morguninn var búið að skera á vírinn og hann horfinn. Kopar er verðmnætur, ekki óalgengt að hann hverfi og vísara að hafa hann ekki á glámbekk.

Vírinn er seldur hjá Rönning á Reyðarfirði og kostar hver metri 1125 krónur. Tveir kílómetrar af svona vír kosta því 2,25 milljónir króna.

Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér og láta vita ef sést til grunsamlegra manna með koparvír í farteskinu í síma 444-0600 eða í tölvupósti á austurland@logreglan.is

Heimild: Ruv.is