Home Fréttir Í fréttum Vilja íbúðir í stað kirkjugarðs

Vilja íbúðir í stað kirkjugarðs

64
0
Hinn nýi grafreitur er í landi Lambhaga í vesturhlíð Úlfarsfells, skammt fyrir ofan verslun Bauhaus. mbl.is/Eyþór

Borg­ar­ráð samþykkti á síðasta fundi sín­um að heim­ila um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að bjóða út áfram­hald­andi fram­kvæmd­ir við næsta kirkju­g­arð Reyk­vík­inga, sem verður í Úlfars­felli. Kostnaðaráætl­un er 90 millj­ón­ir króna.

<>

Til­laga þessa efn­is var samþykkt með fimm at­kvæðum borg­ar­ráðsfull­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fram­sókn­ar, Pírata, Sósí­al­ista­flokks Íslands og Viðreisn­ar gegn tveim­ur at­kvæðum borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sögðu í bók­un að þeir teldu rétt að nýta það land sem hér um ræðir und­ir hús­næðis­upp­bygg­ingu, enda um frá­bært bygg­ing­ar­land að ræða. Þar sem ágrein­ing­ur var um málið fer það til end­an­legr­ar af­greiðslu borg­ar­stjórn­ar.

Hinn nýi gra­freit­ur er í landi Lambhaga í vest­ur­hlíð Úlfars­fells, skammt fyr­ir ofan versl­un Bauhaus. Fram­kvæmda­leyfi var veitt síðla árs 2022.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is