Home Fréttir Í fréttum Vinnu við bílastæða- og tæknihús miðar vel

Vinnu við bílastæða- og tæknihús miðar vel

77
0
Mynd: NLSH.is

Uppsteypa við bílastæða- og tæknihús gengur vel en sú bygging er staðsett á horni lóðarinnar vestan við Læknagarð. Núna er búið er að steypa 14 af 16 pöllum í bílastæðahluta og tæknihlutinn fylgir fast á eftir.

<>

Gert er ráð fyrir að uppsteypu ljúki um mánaðamótin júlí/ágúst. Fljótlega fer af stað vinna við frágang bæði innanhúss og utan.

Stefnt er að því að bílastæðahluti hússins verði tilbúinn til notkunar um næstu áramót og að húsið allt verði tilbúið á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025.

Vakin er athygli á því að á YouTube-rás Nýs Landspítala er myndefni, auðkennt með stöfunum RSH, þar sem sjá má gang framkvæmdanna við þessa byggingu.

Heimild: NLSH.is