Home Fréttir Í fréttum Milljarðar settir í verk- og starfsnám

Milljarðar settir í verk- og starfsnám

54
0

„Þetta er mik­il­vægt verk­efni. Er hluti af þeirri upp­stokk­un á fram­halds­skóla­kerf­inu sem þurfti og nú er unnið að,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra. Full­trú­ar ráðuneyt­is og sveit­ar­fé­laga und­ir­rituðu í gær samn­inga um stækk­un húsa­kynna Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra á Sauðár­króki, FNV.

<>

Aðstaða til verk­náms við skól­ann verður bætt með stækk­un um allt að 1.400 fer­metra og sam­kvæmt þeim samn­ing­um sem nú liggja fyr­ir verður Fram­kvæmda­sýslu ríks­ins falið að raun­gera fyr­ir­ætlan­ir. Stofn­kostnaður ný­bygg­ing­ar­inn­ar skipt­ist á þann veg að rík­is­sjóður greiðir 60% en sveit­ar­fé­lög­in í lands­hlut­an­um 40%.

Fleiri ung­menni fari í verk- og iðnnám

Stækk­un verk- og starfs­náms­skóla um land allt hef­ur verið í for­gangi hjá mennta- og barna­málaráðherra. Sl. fimmtu­dag voru und­ir­ritaðir samn­ing­ar um bætta verk­námsaðstöðu við Mennta­skól­ann á Ísaf­irði, Sauðár­krók­ur var tek­inn í gær og í dag, laug­ar­dag, verður farið í Reykja­nes­bæ í sömu er­inda­gjörðum.

Í und­ir­bún­ingi er einnig að bæta verk­námsaðstöðu við Borg­ar­holts­skóla í Grafar­vogi í Reykja­vík. Stóra málið er svo bygg­ing nýrra höfuðstöðva Tækni­skól­ans sem verða í Hafnar­f­irði. Sam­an­lagður kostnaður rík­is­ins vegna þess­ara fram­kvæmda er 2,5 til 3 millj­arðar króna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaði laug­ar­dags­ins.

Heimild: Mbl.is