Home Fréttir Í fréttum „Ástandið er grafalvarlegt“

„Ástandið er grafalvarlegt“

153
0
Svana Helen segir að ávinningur af byggingarrannsóknum hér á landi sé skýr. Samsett mynd

Svana Helen Björns­dótt­ir, formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands, tel­ur það hafa verið van­hugsaða ákvörðun að leggja niður Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins.

<>

Þörf sé á rann­sókn­um og ráðgjöf um nýj­ar bygg­ing­araðferðir. Myglu- og raka­vanda­mál séu að verða enn al­geng­ari vegna nýrra aðferða. Seg­ir hún ástandið grafal­var­legt.

Þetta kem­ur fram í aðsendri grein sem Svana Helen birti í Morg­un­blaðinu í dag. Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins var stofnuð árið 1967 og var hún end­an­lega lögð niður árið 2022.

„Ef fólk ef­ast um að enn sé þörf fyr­ir slík­ar rann­sókn­ir er rétt að minna á eft­ir­far­andi: Bygg­ing­ar­efni flæða inn í landið og eng­inn ber ábyrgð á að rann­saka og prófa gæði þeirra við ís­lensk­ar aðstæður eða leiðbeina um rétta notk­un. Þörf er á rann­sókn­um og ráðgjöf um nýj­ar bygg­ing­araðferðir.

Íslenski út­vegg­ur­inn með ein­angr­un að inn­an er á út­leið og nú er al­gengt að ein­angr­un sé sett utan á hús. Þessi breyt­ing þýðir breytta inn­setn­ingu glugga. Við þessa breyt­ingu hef­ur leka­vanda­mál­um fjölgað og í kjöl­farið verða myglu- og raka­vanda­mál enn al­geng­ari,“ skrif­ar Svana Helen.

Heilu bygg­ing­arn­ar hafa orðið myglu að bráð

Svana Helen seg­ir heilu bygg­ing­arn­ar hafa orðið muglu að bráð.

„Ástandið er grafal­var­legt. Heilu bygg­ing­arn­ar hafa orðið myglu að bráð. Ný­lega byggt Orku­veitu­húsið er ein þeirra. Þá glíma flest sveit­ar­fé­lög lands­ins við myglu­vanda­mál í skóla­bygg­ing­um sem kosta fjár­út­lát sem virðast enda­laus.

Það er mygla víðs veg­ar í sjúkra­hús­um og öðrum op­in­ber­um bygg­ing­um. Vanda­mál í eldra hús­næði eiga sér e.t.v. aðrar skýr­ing­ar en í nýju hús­næði. Staðreynd­ir tala sínu máli. Á sama tíma veikist fólk og tap­ar heilsu, jafn­vel fyr­ir lífstíð.

Duldu myglu­áhrif­in sem marg­ir telja að geti með tím­an­um valdið brjóstakrabba­meini hjá kon­um og valdið langvar­andi trufl­un á tauga­kerfi fólks eru mik­il­vægt rann­sókn­ar- og úr­lausn­ar­efni.“

Þá seg­ir Svana Helen að þegar Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins hafi verið lögð niður hafi kostnaðarástæður legið til grund­vall­ar. Hún ef­ast um að þeir kostnaðarút­reikn­ing­ar stand­ist:

„Ávinn­ing­ur af bygg­ingar­rann­sókn­um hér á landi er skýr. Hafa stjórn­mála­menn sem stóðu að niður­lagn­ingu Rb [Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins] leitt hug­ann að fórn­ar­kostnaði við niður­lagn­ing­una?

Hvers virði er töpuð heilsa og vinnu­geta fólks, bæði nú og í framtíðinni, að ekki sé talað um kostnaðinn við að upp­ræta myglu og end­ur­byggja hús­næði sem sýkst hef­ur?“

Heimild: Mbl.is