Home Fréttir Í fréttum Yfir 1300 vilja Suðurnesjalínu II í jörð

Yfir 1300 vilja Suðurnesjalínu II í jörð

77
0

Yfir 1300 einstaklingar hafa lýst yfir stuðningi við það að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð. Stofnuð hefur verið síða á fésbókinni sem aflar hugmyndinni stuðnings.

<>

„Landsnet undirbýr lagningu nýrrar háspennulínu eftir endilöngum Reykjanesskaganum sem hafa mun mikil áhrif á ásýnd og náttúru skagans. Náttúruperlur eins og Litluborgir ofan Hafnarfjarðar verða á vegi línunnar, einnig Háibjalli og Snorrastaðatjarnir sunnan Voga á Vatnsleysuströnd. Þessar náttúrufórnir eru óþarfar því auðveldlega er hægt að leggja línuna sem jarðstreng með mun minni umhverfisáhrifum.
Tilgangurinn með þessari síðu er að safna saman fólki sem er sammála um að línan eigi að fara í jörð og þrýsta á Landsnet til að láta af áformum sínum um um tröllvaxnar loftlínur við innganginn í landið,“ segir í kynningu á síðunni.

Hér má sjá síðuna á Facebook.

Heimild: Víkurfréttir.is