Home Fréttir Í fréttum 740 milljóna hagnaður

740 milljóna hagnaður

139
0
Eðvarð Ingi Björgvinsson tók við sem framkvæmdastjóri um áramótin. Mynd: Vb.is

Tekjur Héðins samstæðunnar námu tæplega sjö milljörðum og var hagnaður af rekstrinum 740 milljónir í fyrra.

<>

Hagnaður samstæðu véltæknifyrirtækisins Héðins og dótturfélagsins Héðinshurða nam 740 milljónum árið 2023, samanborið við 292 milljónir árið áður. Tekjur jukust um 35% og námu tæplega sjö milljörðum í fyrra.

Í byrjun árs 2024 var samið um kaup Héðins á félögunum El-Rún og Hind en þau sérhæfa sig í rafstýringum og forritun fyrir sjávarútveginn og á grunni þeirra var stofnuð raftæknideild innan Héðins.

Eignir félagsins voru tæplega þrír milljarðar í árslok en eigið fé 1,8 milljarðar og var eiginfjárhlutfall því 59%. Stjórn leggur til 600 milljóna arðgreiðslu í ár. Eðvarð Ingi Björgvinsson tók við af Rögnvaldi G. Einarssyni sem framkvæmdastjóri Héðins um áramótin.

Heimild: Vb.is