Home Fréttir Í fréttum 24.04.2024 Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur

24.04.2024 Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur

156
0
Mynd / VA ARKITEKTAR

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið:

<>

Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur.

Í verkinu felst uppsteypa og utanhússfrágangur nýrrar leikskólabyggingar við Varmahlíðarskóla.

Verkið felst í jarðvinnu, lagningu botnlagna, uppsteypu, gluggaísetningu og fullnaðarfrágangi nýrrar leikskólabyggingar sem byggð verður sunnan við núverandi skólabyggingu við Varmahlíðarskóla.

Byggingunni verður skilað fullbúinni að utan og tilbúinni til innanhússfrágangs. Heildarstærð nýrrar viðbyggingar er 555 m2

Helstu magntölur:

Gröftur og brottakstur á umframefni 900m3
Fleygun og brottakstur á klöpp 500m3
Fylling undir og að sökklum 1200m3
Lagnir í jörðu 745m
Brunnar 7stk
Loftræsilagnir í jörðu DN400 stokkar og beygjur 40m
Inntaksháfur 1stk
Steypumót 1600m2
Steypustyrktarjárn 15000kg
Steinsteypa 240m3
Steinullareiningar 500m2

Opnunardagur tilboða er 24. apríl 2024. Tvær skiladagsetningar eri í verkinu, húsinu skal skilað lokuðu tilbúið til innanhússfrágangs 15. Desember 2024. Verkinu í heild skal lokið 1.apríl 2025

Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 25. mars 2024.

Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið johann@vaarkitektar.is