Home Fréttir Í fréttum 200 tonna hluti af brúnni í Baltimore fluttur á brott

200 tonna hluti af brúnni í Baltimore fluttur á brott

54
0
Unnið er hörðum höndum að því að losa brak Francis Scott Key brúarinnar upp úr sundinu í Baltimore-höfn, Vinnuflokkar notast við pramma og krana við að hluta í sundur stálið til að koma því af vettvangi. Mynd: AP – Strandgæsla Bandaríkjanna

Unnið er á fullu að því að fjarlægja brak Francis Scott Key-brúarinnar í Baltimore sem hrundi á þriðjudaginn. Fyrsti hlutinn um 200 tonn að þyngd, hefur verið fjarlægður.

<>

Vinnuflokkar við Francis Scott Key-brúna í Baltimore hófust í síðustu viku handa við að fjarlægja hluta af brúnni sem hrundi að hluta til eftir að flutningaskip sigldi á hana..

Skipaumferð inn á hafnarsvæðið í Baltimore hefur legið niðri síðan brúin hrundi í Patapsco-fljótið aðfaranótt þriðjudags eftir að flutningaskipið Dali sigldi á eina af stoðum brúarinnar. Sex verkamenn létust þegar brúin hrundi.

Mynd: AP – Strandgæsla Bandaríkjanna

Um 200 tonna hluti af brúnni hefur verðið skorinn af,  en partarnir eru settir á pramma og svo fluttir á brotajárnsmóttöku.

Dali situr enn fast á sínum stað, enda liggur hluti af brúnni enn á stafni skipsins sem er botnfast.

Vonast er til þess að lík mannanna fjögurra sem enn er saknað komi í ljós þegar brakið verður fjarlægt, en verkið er afar vandasamt og hættulegt.

Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, sagði í gær að leit að mönnunum væri í algjörum forgangi áður en höfnin yrði opnuð á ný.

Hafnarsvæðið í Baltimore er eitt það stærsta á austurströnd Bandaríkjanna og helsta flutningamiðstöð fyrir bíla og vinnutæki.

Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni í gær að enginn tímarammi væri á aðgerðunum eða opnun hafnarinnar.

„Það þarf mikið til að passa að brúin sé tekin í sundur á öruggan hátt og að skipið færist ekki úr stað og reki út í sundið. En það þarf að gera,“ sagði ráðherrann.

Heimild: Ruv.is