Home Fréttir Í fréttum Stífla að bresta á markaði

Stífla að bresta á markaði

86
0
Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS, segir alls hafa borist 911 beiðnir um endurmat á brunabótamati eigna í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokk­ur hundruð manns munu á næstu vik­um geta gengið frá fast­eigna­kaup­um í kjöl­far jarðhrær­ing­anna í Grinda­vík. Þeir sem óska end­ur­mats á bruna­bóta­mati þurfa að gera það áður en þeir sækja um að Fast­eigna­fé­lagið Þórkatla kaupi eign­ina.

<>

Tryggvi Már Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna hjá HMS, seg­ir alls hafa borist 911 beiðnir um end­ur­mat á bruna­bóta­mati eigna í Grinda­vík.

„Af þeim höf­um við þegar af­greitt 755 en aðrar um­sókn­ir eru í vinnslu. Á sama tíma hafa 17 er­indi borist um fyrsta bruna­bóta­mat og höf­um við af­greitt öll nema tvö.“

Ra­f­rænt kaup­ferli

Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu hafa borist um 550 um­sókn­ir um kaup á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík.

Örn Viðar Skúla­son fram­kvæmda­stjóri Þór­kötlu seg­ir fé­lagið stefna að því að vera komið langt með að af­greiða um­sókn­irn­ar í lok apríl.

„Við höf­um ekki hafið kaup á eign­um. Við erum enn að vinna þá und­ir­bún­ings­vinnu sem þarf. Það er verið að stilla upp sta­f­rænu kaup­ferli og í því verða ra­f­ræn­ir kaup­samn­ing­ar, ra­f­ræn­ar und­ir­rit­an­ir og ra­f­ræn þing­lýs­ing.

Við stefn­um að því að vera kom­in langt í kaup­ferl­inu í lok apríl. Við erum nokkuð keik á því. Það er búið að vinna mikla bakvinnu í þessu máli þannig að við telj­um það raun­hæft,“ seg­ir Örn Viðar. Eft­ir­spurn frá Grind­vík­ing­um hef­ur víða áhrif á íbúðamarkaði. Þ.m.t. í Grænu­byggð.

Safn­ast sam­an

Ásdís Ósk Vals­dótt­ir, lög­gilt­ur fast­eigna­sali og eig­andi Húsa­skjóls fast­eigna­sölu, seg­ir taf­ir á upp­kaup­um rík­is­ins á fast­eign­um í Grinda­vík hafa tafið gerð kaup­samn­inga.

Því megi bú­ast við að mörg­um kaup­samn­ing­um verði þing­lýst þegar stífl­an brest­ur.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtu­dag.

Heimild: Mbl.is