Home Fréttir Í fréttum Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar

Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar

66
0
Óhætt er að segja um byltingu sé að ræða Myndir Form/Ágúst Hafsteinsson

Lögð hefur verið fram tillaga að innan- og utanhúss breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar.

<>

Meðal breytinga sem fram kom í tillögu frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt er að sagað verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum.

Svæðið undir núverandi útigöngubrú er afmarkað með glervegg og nýtt gólf steypt. Þá verði steyptur er nýr rampur fyrir fatlaða í nýtt stækkað svæði undir núverandi útigöngubrú.

Einnig verði steypt upp í núverandi hurðargat inn í spennistöð sunnan við sundlaugarsal og nýtt hurðargat er sagað á austurhlið spennistöðvar. Komið verði fyrir nýjum útitröppum meðfram austurhlið.

Tillagan gerir einnig ráð fyrir að sagað verði ofan af háum köntum umhverfis laugina og nýjum yfirfallsrennum komið fyrir í staðinn. Botn og veggir sundlaugarkars verði flísalagðir og nýjar flísar lagðar á gólf og veggi sundlaugarsalar.

Núverandi stigauppgöngur upp úr lauginni verði endurnýjaðar á sömu stöðum og þær eru í dag. Loks má nefna að andstreymi verði komið fyrir í norðurenda laugarinnar, léttir innveggir og hringstigi norðan við sundlaug fjarlægðir.  Djúpum geymsluskápum verður komið fyrir í norðurenda stækkaðs sundlaugarrýmis.

Nýju hreinsikerfi innilaugar er komið fyrir í núverandi tæknirými austan við sundlaugarsal og allt rafmagn og lýsing ásamt loftræsingu verður endurnýjað.

Heimild: Vikubladid.is