Home Fréttir Í fréttum Launafl byggir fjölbýlishús við Breiðimel á Reyðarfirði

Launafl byggir fjölbýlishús við Breiðimel á Reyðarfirði

100
0
Mynd: Austurfrett.is

Fyrirtækið Launafl hyggst reisa ellefu íbúða fjölbýlishús að Breiðamel á Reyðafirði en vonir standa til að verkið geti hafist í vor eða snemma sumars.

<>

Fyrirtækinu var nýverið úthlutað lóðum 1 – 9 að Breiðimel í bænum en framkvæmdastjóri Launafls, Magnús Hilmar Helgason, segir að byrjað verði á umræddu fjölbýlishúsi sem verði tvær hæðir.

„Allt er þetta ferli aðeins á byrjunarstigi að svo komnu. Engar teikningar liggja fyrir en hugmyndin er að reisa húsið á sérstökum límeiningum sem við fáum erlendis frá.

Við erum að vona að við getum hafst handa að ráði með vorinu en það er auðvitað viðfangsefni að fá menn til verksins. Íbúðir í húsinu verða flestar kringum 80 fermetra og upp í 90 fermetra þær stærstu.“

Vart þarf að fara mörgum orðum um mikinn íbúðaskort í Fjarðabyggð og víðar á Austurlandi. Íbúðir í nýju fjölbýlishúsi sömu stærðar sem Nestak byggir í Neskaupstað hefur sala íbúða gengið vel þó skóflustunga að þeirri framkvæmd hafi aðeins verið tekin í september síðastliðnum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mat það svo í nýlegri skýrslu um uppbyggingu í Fjarðabyggð að töluvert vantaði upp á fjölgun íbúða miðað við þá íbúafjölgun sem sveitarfélagið gerir ráð fyrir næstu árin.

Heimild: Austurfrett.is