Vörubíll sem ók með pallinn uppreistan ók niður stóra skiltabrú á tíunda tímanum. Búið að er fjarlægja vörubílinn og skemmdu skiltabrúna. Umferð stöðvaðist um tíma vegna þess.

RÚV – Ragnar Visage
Lögregla hefur opnað á ný fyrir umferð við Kringlumýrarbraut og fjarlægt vörubílinn og brak skiltabrúarinnar sem hann ók niður.

RÚV – Ragnar Visage
Vörubíll sem ók með pallinn uppreistan ók niður stóra skiltabrú á tíunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Skiltabrúin er mikil og þung og hrundi niður. Engin slys urðu á fólki og lögregla lokaði fyrir umferð í um klukkutíma.

Lögregla segir of algengt að mannsvirki skemmist vegna farms eða bifreiða sem ná of hátt upp.
Heimild: Ruv.is