Kirkjan á Silfrastöðum í Skagafirði stendur enn við trésmíðaverkstæðið Ýr á Sauðárkróki og verður líklega þar næstu árin. Útlit er fyrir að viðgerðirnar verði talsvert dýrari en talið var.
Viðgerðir á Silfrastaðakirkju í Skagafirði gætu tekið tvöfalt lengri tíma en stefnt var að og kostnaður er farinn ríflega fram úr áætlun. Trésmiður á Sauðárkróki segir það vera forréttindi að gera við þessa einstöku byggingu.
Kirkjan á Silfrastöðum í Skagafirði hafði staðið óhreyfð á grunni sínum í rúm hundrað og tuttugu ár, þangað til hún var hífð á brott í heilu lagi í lok árs 2021. Kirkjan er friðuð og því þurfa smiðir að fara mjúkum höndum um hverja fjöl og leggja mikið á sig til að bjarga öllu sem hægt er.
Þær 50 milljónir sem áttu að fara í verkið verða líklega nær 80 milljónum, en 36 milljónir hafa fengist í styrki fyrir viðgerðinni. Óvíst er hvenær verður hægt að messa á ný í Silfrastaðakirkju.
Heimild: Ruv.is