Home Fréttir Í fréttum Um 3.500 íbúðir á teikniborðinu

Um 3.500 íbúðir á teikniborðinu

135
0
Reykjanesbær. Mynd: Mbl.is

„Við erum með alla anga úti við að út­vega svæði und­ir íbúðir,“ seg­ir Gunn­ar Krist­inn Ottós­son, skipu­lags­full­trúi í Reykja­nes­bæ. Mik­illi fjölg­un íbúa í Reykja­nes­bæ verður mætt með kröft­ugri hús­næðis­upp­bygg­ingu á næstu miss­er­um og árum.

<>

Fyr­ir­hugað er að um 3.500 íbúðir verði byggðar á næstu árum í sveit­ar­fé­lag­inu. Þétta á byggð á nokkr­um svæðum en mesta upp­bygg­ing­in verður á Ásbrú. Alls er ráðgert að íbú­um þar fjölgi um 10.000 á næstu tveim­ur ára­tug­um.

Ásbrú. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Gunn­ar seg­ir að til að halda í við íbúa­fjölg­un þurfi um 250-300 nýj­ar íbúðir á ári í sveit­ar­fé­lag­inu. Vegna efna­hags­ástands­ins hafi ekki komið nema 150 á markað á síðasta ári. „Það þarf því að spýta í. Og svo bæt­ist Grinda­vík við.“

Pálmi Freyr Rand­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Kadeco, seg­ir að þessa dag­ana sé unnið að deili­skipu­lagi fyr­ir íbúðaupp­bygg­ingu á Ásbrú.

Stefnt sé að upp­bygg­ingu á fjór­um reit­um fyrsta kastið sem hver um sig rúmi allt að 200 íbúðir. Alls verði um 800 íbúðir byggðar í þess­um áfanga. Um er að ræða fjöl­býli, sér­býli, par- og raðhús og fyrstu skóflu­stung­ur verða tekn­ar fljót­lega.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is