Home Fréttir Í fréttum 1,4 milljarða söluhagnaður

1,4 milljarða söluhagnaður

217
0
Ottó Eðvarð Guðjónsson átti helmingshlut í fyrirtækinu, sem nú hefur verið slitið.

Félagið sem seldi 90% hlut í heildversluninni Reykjafelli í fyrra hagnaðist um 1,4 milljarða af sölunni og greiddi 1,8 milljarða í arð.

<>

Rafmagnsfell, sem seldi 90% hlut í heildversluninni Reykjafelli til Alfa Framtaks í fyrra, hagnaðist um 1,4 milljarða króna á sölunni.

Hagnaður ársins nam í heild 1.408 milljónum, samanborið við 215 milljónir árið 2022. Tæplega 1,8 milljarðar voru greiddir í arð árið 2023.

Félaginu hefur nú verið slitið en Ottó Eðvarð Guðjónsson átti helmingshlut í fyrirtækinu á móti Þorvaldi Sveini Guðmundssyni.

Heimild: Vb.is