Home Fréttir Í fréttum Bjóða út lóðir á Vatnsendahæð

Bjóða út lóðir á Vatnsendahæð

183
0
Mikið útsýni verður frá fyrirhugaðri íbúðabyggð. Teikning/Nordic arkitektar

Kópa­vogs­bær áform­ar að hefja upp­boð á lóðum í Vatns­enda­hvarfi eft­ir páska.

<>

Hjör­dís Ýr John­son, formaður skipu­lags­ráðs Kópa­vogs, seg­ir að í fyrstu lotu verði boðnar út lóðir und­ir nokk­ur fjöl­býl­is­hús. Mark­miðið sé að fá trausta verk­taka til verks­ins en hver geti fengið til­tekið há­mark lóða út­hlutað í þess­ari lotu.

„Við erum að ljúka við út­hlut­un­ar­regl­urn­ar sem verða tekn­ar fyr­ir á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag­inn kem­ur. Lóðir á svæðinu verða boðnar út í áföng­um,“ seg­ir Hjör­dís Ýr.

Í fyrsta áfanga verði boðnar út lóðir und­ir fjöl­býl­is­hús með nokkr­um tug­um íbúða. Sam­an­lagt verði um 500 íbúðir í hverf­inu full­byggðu og gert ráð fyr­ir blandaðri byggð ein­býl­is­húsa, raðhúsa og fjöl­býl­is­húsa og bú­setukjarna fyr­ir fatlað fólk.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu á föstudag.

Heimild: Mbl.is