Home Fréttir Í fréttum Íbúar tóku skipulagið í eigin hendur

Íbúar tóku skipulagið í eigin hendur

70
0
Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bensínstöðina og bílaverkstæði við Ægisíðu árið 1977. Byggingin og skyggnið fallega er farið að láta á sjá enda hefur viðhaldi ekki verið sinnt. Íbúar í hverfinu vilja fá menningartengda starfsemi í húsið og grænt svæði á lóðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur hafa sýnt til­lögu um að lóðin við Ægisíðu 102 verði nýtt sem úti­vist­ar­svæði og fyr­ir menn­ing­ar­tengda þjón­ustu mik­inn áhuga.

<>

Til­lag­an er kom­in frá íbú­um á svæðinu sem eru ósátt­ir við þau áform að Festi fái lóðina gef­ins til að reisa þar stór fjöl­býl­is­hús og að bens­ín­stöðin verði rif­in þrátt fyr­ir ósk­ir um friðlýs­ingu af hálfu Minja­stofn­un­ar og Borg­ar­sögu­safns.

Fjör­leg­ar umræður hafa sprottið upp í ýms­um hóp­um á sam­fé­lags­miðlum og mik­ill vilji virðist vera fyr­ir því að slík­ar hug­mynd­ir fái braut­ar­gengi.

Svona sjá íbú­arn­ir fyr­ir sér að svæðið gæti nýst.

„Við höf­um fengið ein­tóm já­kvæð viðbrögð íbúa. Þá höf­um við talað við alla borg­ar­full­trúa í minni­hlut­an­um og þeir hafa tekið vel í þess­ar hug­mynd­ir.

Við höf­um reynt að ná tali af borg­ar­stjóra en það hef­ur ekki tek­ist ennþá,“ seg­ir Sól­veig Nikulás­dótt­ir, einn forsprakki þess­ara hug­mynda.

Þær ganga út á að nýta hús­næði bens­ín­stöðvar­inn­ar, sem brátt mun víkja, sem ein­hvers kon­ar sam­fé­lags­miðstöð eða sam­komu­stað og að svæðið í kring­um bens­ín­stöðina og dekkja­verk­stæðið geti nýst til ým­iss kon­ar úti­vist­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is