Vinna hófst í gær við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir.
Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga.
Vegagerðarmenn tóku fyrstu skrefin að lagningu nýs vegs yfir hraunið í dag. Hafist var handa við að jafna undir, koma byrjunarfyllingu inn í vegstæðið og hitamæla.
Jón Haukur segir að vel hafi gengið en hellingur sé eftir af verkinu og þetta muni taka nokkra daga.
Vegkaflinn er aðeins lengri nú en síðast þegar hraun rann yfir veginn í febrúar, en nýja hraunið rann að hluta til ofan á gamla hraunið.
Vegkaflinn sem nú þarf að leggja er aðeins lengri en síðast, Jón telur að hann sé um 300-400 metrar og segir jafnframt að hraunið sé um tveir metrar að þykkt þar sem það er þykkast.
Heimild: Visir.is