Home Fréttir Í fréttum Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg

Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg

66
0
Vegagerðarmenn að störfum á nýja hrauninu. Jón Haukur mælir hita hraunsins. VÍSIR/VILHELM

Vinna hófst í gær við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir.

<>

Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga.

Vegagerðarmenn tóku fyrstu skrefin að lagningu nýs vegs yfir hraunið í dag. Hafist var handa við að jafna undir, koma byrjunarfyllingu inn í vegstæðið og hitamæla.

Jón Haukur segir að vel hafi gengið en hellingur sé eftir af verkinu og þetta muni taka nokkra daga.

Vinna hófst í gær við vegagerð yfir nýja hraunið.
VÍSIR/VILHELM

Vegkaflinn er aðeins lengri nú en síðast þegar hraun rann yfir veginn í febrúar, en nýja hraunið rann að hluta til ofan á gamla hraunið.

Vegkaflinn sem nú þarf að leggja er aðeins lengri en síðast, Jón telur að hann sé um 300-400 metrar og segir jafnframt að hraunið sé um tveir metrar að þykkt þar sem það er þykkast.

Heimild: Visir.is