Home Fréttir Í fréttum Turn samsettur úr stáleiningum

Turn samsettur úr stáleiningum

176
0
Fyrirhugað Radisson Red-hótel á Skúlagötu 26 í Reykjavík. Stefnt er að opnun fyrir sumarið 2025. Teikningar/Kettle Collective og Art-verk

Fyr­ir­hugaður hót­elt­urn við Skúla­götu í Reykja­vík verður að hluta sam­sett­ur úr for­smíðuðum stálein­ing­um.

<>

Ein­ar Þór Ing­ólfs­son, verk­fræðing­ur í Dan­mörku og hönnuður burðar­virk­is­ins, seg­ir bygg­ing­una um margt brjóta blað í bygg­ing­ar­sögu Íslands.

Hót­elið verður rekið und­ir merkj­um Radis­son Red og er áformað að taka það í notk­un vorið 2025.

Búið er að steypa kjall­ara hót­els­ins og bíða fram­kvæmdaaðilar eft­ir bygg­ing­ar­leyfi til að steypa upp lyftu- og stiga­húsið sem stálein­ing­arn­ar verða raðaðar utan um.

Ein­ar Þór er meðeig­andi KI verk­fræðistofu í Kaup­manna­höfn, eða KI Rådgi­vende Ingeniører, en KI er skamm­stöf­un fyr­ir eft­ir­nöfn stofn­end­anna, þeirra Jør­gens Krabben­høfts og Ein­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar.

Krabben­høft stofnaði stof­una árið 2009 und­ir eig­in nafni og var nafni henn­ar svo breytt þegar Ein­ar Þór varð meðeig­andi.

Á þaki 17. hæðar hót­els­ins verður út­sýn­is­ver­önd. Teikn­ing­ar/​Kettle Col­lecti­ve og Art-verk

Síðan árið 1994

„Ég hef búið í Dan­mörku síðan 1994 en ég flutti hingað sem barn með for­eldr­um mín­um þegar pabbi fékk starf hér. For­eldr­ar mín­ir eru Ingólf­ur Kristjáns­son efna­verk­fræðing­ur og Ólafía Ein­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

Þau fluttu aft­ur til Íslands árið 2006 og pabbi starfar nú hjá Eflu verk­fræðistofu en mamma fór á eft­ir­laun sl. sum­ar,“ seg­ir Ein­ar Þór sem býr í Kaup­manna­höfn ásamt eig­in­konu og þrem­ur börn­um.

Hann fetaði í fót­spor föður síns og lærði verk­fræði.

„Árið 2001 hóf ég nám við Tækni­há­skóla Dan­merk­ur (DTU) og lauk meist­ara­námi árið 2006 sem bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur og fór svo í doktors­nám í beinu fram­haldi sem ég kláraði árið 2010.

Ég starfaði í nokk­ur ár hjá DTU sem aðjúnkt áður en við Jörgen hóf­um sam­starf á verk­fræðistof­unni árið 2012,“ seg­ir Ein­ar Þór um fer­il sinn.

„Við erum í burðarþols­hönn­un og höf­um allt frá stofn­un stof­unn­ar unnið mikið með arki­tekt­um og aðilum sem þróa ný verk­efni. Við höf­um sér­hæft okk­ur í flókn­ari burðar­virkj­um og höf­um ákveðna sér­fræðistöðu í Dan­mörku á okk­ar sviði.

Við erum ekki endi­lega í mik­illi sam­keppni [við aðrar stof­ur] um hefðbund­in verk­efni held­ur erum við meira að leit­ast eft­ir verk­efn­um sem eru ör­lítið flókn­ari tækni­lega og okk­ur hef­ur gengið vel að gera það. Við höf­um tekið þátt í mörg­um stór­um verk­efn­um og það á mis­mun­andi sviðum burðar­virk­is.

Við höf­um m.a. hannað bygg­ing­ar, brýr, há­spennu­möst­ur og orku­ver og unnið verk­efni í m.a. Dan­mörku, Bretlandi og á Íslandi.

Marg­ar verk­fræðistof­ur í Dan­mörku og á Íslandi starfa á mörg­um fagsviðum en við erum með 30 starfs­menn sem sér­hæfa sig ein­göngu í hönn­un burðar­virkja.

Okk­ar strategía er að taka þátt í spenn­andi verk­efn­um og nýta sérþekk­ingu okk­ar til að hafa já­kvæð áhrif á hönn­un, hag­kvæmni og út­lit mann­virk­is­ins.

Við höf­um sér­staka ánægju af því að vinna með arki­tekt­um í verk­efn­um sem eru ný­stár­leg á einn eða ann­an hátt, hvort sem um er að ræða ný­stár­leg­ar vinnuaðferðir eða ný­stár­leg efni eða jafn­vel ný­stár­leg­an arki­tekt­úr,“ seg­ir Ein­ar Þór.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu þann 14.03.2024

Heimild: Mbl.is