Home Fréttir Í fréttum Öllum lóðum úthutað við Loðmundartanga á Flúðum

Öllum lóðum úthutað við Loðmundartanga á Flúðum

103
0
Mynd: Hrunamannahreppur.

Öllum lóðum við Loðmundartanga á Flúðum var úthlutað á einum og sama fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps í síðustu viku.

<>

Er þar um að ræða 2 raðhús, 6 parhús og 2 einbýlishús, eða samtals 21 íbúð. Einnig var á fundinum úthlutað 2 einbýlishúsalóðum við Túngötu og einni iðnaðarlóð við Iðjuslóð.

Gekk þessi lóðaúthlutun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona og ljóst að uppbygging í hinu nýja hverfi Byggð á Bríkum er að fara mun hraðar af stað en í upphafi var búist við.

Að sögn Hrunamannahrepps ber þetta vitni um bjartsýni og skýra framtíðarsýn þeirra aðila sem þarna hyggjast hefja framkvæmdir.

Heimild: Dfs.is