Home Fréttir Í fréttum Dynjandisheiði: Útboð lokaáfanga líklegt á árinu

Dynjandisheiði: Útboð lokaáfanga líklegt á árinu

77
0
Unnið að vegagerð á Dynjandisheiði í lok febrúar 2024. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að það sé líklegt að lokaáfangi á Dynjandisheiðinni verði boðinn út á árinu þótt ekki sé hægt að lofa neinu. Þegar hefur verið gefið út að lokaáfangi í Gufudalssveit verði boðinn út á þessu ári.

<>

Í umsögn Vesturbyggðar um samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi segir “Ef forgangsraða þarf framlögum þá leggur Vesturbyggð til að framlög verði nýtt til að Ijúka framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Gufúdalssveit og framkvæmdum á Dynjandisheiði verði hliðrað til með tilliti til þeirrar forgagnsröðunar.“

Vegagerðin var innt eftir því hvort verið væri að taka mið af þessari umsögn við ákvörðun á útboði. Því var svarað þannig til, að svo væri ekki , heldur hafi Gufudalssveitin verið þannig séð lengra komin.

Heimild: BB.is