Home Fréttir Í fréttum „Þetta lítur allt mjög vel út“

„Þetta lítur allt mjög vel út“

107
0
Kristinn Harðarson, fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu hjá HS Orku, segir að orkuverið og mikilvægir innviðir séu öruggir. mbl.is/Eyþór

Starf­semi virkj­un­ar­inn­ar í Svartsengi er óröskuð þrátt fyr­ir eld­gosið sem hófst í gær. Í nótt leit út fyr­ir það að há­spennu­lín­ur gætu verið í hættu en hrauntung­an virðist hafa stoppað í morg­un, 200 metr­um frá há­spennu­lín­um og heita­vatns­lögn­inni.

<>

Þetta seg­ir Krist­inn Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu hjá HS Orku, í sam­tali við mbl.is.

„Svartsengi er bara í full­um rekstri og ekk­ert rof á okk­ar starf­semi. Sömu­leiðis eru alla lagn­ir frá orku­ver­inu ör­ugg­ar. Hrauntung­an sem þarna kom stöðvaðist svo­lítið frá há­spennu­lín­um og heita­vatns­lögn­inni okk­ar þannig það urðu eng­in áhrif á þær lagn­ir,“ seg­ir Krist­inn.

Leit illa út á tíma­punkti
Virkj­un­inni var fjar­stýrt í nótt frá Reykja­nes­virkj­un en núna eru starfs­menn mætt­ir aft­ur í Svartsengi.

Á ákveðnum tíma­punkti í nótt voru blik­ur á lofti en allt stefndi í að hrauntung­an myndi ná að Svartseng­is­línu 1 og heita­vatns­lögn­inni.

Búið var að fergja heita­vatns­lögn­ina en Svartseng­is­lína 1 var nokkuð ber­skjölduð. Starfs­menn fóru því í Svartsengi í nótt til að ráðst í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir.

„Við fór­um í svona fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til að tryggja raf­magns­ör­yggi inn í virkj­un­inni og þurft­um því að taka raf­magn af Grinda­vík í skamma stund vegna þess.

Það var gert til þess að auka stöðug­leika í rekstri virkj­un­ar­inn­ar til að geta af­hent heitt vatn al­veg óskert, ef til þess kæmi að það yrði skamm­hlaup á há­spennu­lín­unni. En það er búið að færa þetta allt til fyrra horfs og allt komið í eðli­leg­an rekst­ur,“ seg­ir Krist­inn.

Orku­verið ör­uggt
Er eitt­hvað annað sem þið hafið áhyggj­ur af núna eða lít­ur þetta allt ágæt­leg út?

„Þetta lít­ur allt mjög vel út. Það virðist vera að hraunið hafi stöðvast á þess­um stað og á meðan svo er þá er starf­sem­in ör­ugg og orku­verið ör­uggt inn­an varn­argarðana.“

Heimild: Mbl.is