Home Fréttir Í fréttum Tugmilljarða skuld í viðhaldinu

Tugmilljarða skuld í viðhaldinu

124
0
Vallavegur á Þingvöllum er afar illa farinn eftir veturinn. Það sama á við um fjölda vega á landinu. Vegagerðin er byrjuð að fylla upp í holur. Ljósmynd/Vegagerðin

„Ekki hef­ur tek­ist að fjár­magna viðhald vega­kerf­is­ins á Íslandi í takt við þarf­irn­ar og því hef­ur safn­ast upp svo­kölluð viðhalds­skuld sem víða má sjá á slitn­um sam­göngu­mann­virkj­um.“

<>

Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar. Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá Vega­gerðinni að á þessu ári væru veitt­ir 12,8 millj­arðar í viðhald vega. Upp­hæðin þyrfti hið minnsta að vera 17-18 millj­arðar til að halda í horf­inu og meira til að vinna á skuld­inni.

Í skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins (SI) og Fé­lags ráðgjaf­ar­verk­fræðinga (FRV) „Innviðir á Íslandi 2021 – ástand og framtíðar­horf­ur“ fékk þjóðvega­kerfið ástand­s­ein­kunn­ina 2 af 5 mögu­leg­um. Ein­kunn­in merk­ir að ástand þjóðvega sé slæmt.

Stjórn­völd komi til skjal­anna
Í um­sögn Sam­taka iðnaðar­ins um drög að sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2024-2038 kem­ur fram að upp­söfnuð viðhalds­skuld í sam­göngu­kerfi lands­ins sé mjög mik­il og skora sam­tök­in á stjórn­völd, ríki og sveit­ar­fé­lög, að vinna á þeirri skuld. Verði það gert eft­ir at­vik­um með sam­vinnu við einka­markaðinn á næstu árum, sam­hliða ný­fjár­fest­ing­um. Mik­il­vægt sé að sam­göngu­áætlun end­ur­spegli þá þörf.

Þá kem­ur fram að viðhalds­skuld­in í vega­kerf­inu sé 80 millj­arðar króna í því mati Vega­gerðar­inn­ar sem kem­ur fram í sam­göngu­áætlun­inni. Viðhalds­skuld­in sé hins veg­ar met­in hærri, eða 110 millj­arðar króna, í áður­nefndri skýrslu SI og FRV.

Í skýrsl­unni komi fram að stór­ir hlut­ar þjóðvega­kerf­is­ins upp­fylli ekki lág­marks­viðmið sem lúta að hrörn­un slit­lags, hjólfara­dýpt, sprungu­mynd­un, holu­mynd­un og fleiri þátt­um er varða gæði vega og snúa þannig beint að ör­yggi veg­far­enda.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í þann 14.03.2024.

Heimild: Mbl.is