Innflutningsfyrirtækið Metal ehf. hagnaðist um 103 milljónir króna í fyrra.
Innflutningsfyrirtækið Metal ehf. hagnaðist um 103 milljónir króna í fyrra samanborið við 148 milljón króna hagnað árið áður.
Tekjur félagsins námu 1,9 milljörðum króna en voru 2,1 milljarðar árið áður. Í skýrslu stjórnar segir m.a. að veiking krónunnar, þegar líða tók á árið, hafi leitt til gengistaps í árslok upp á tæpar 7 milljónir króna.
Þeir Karl Gunnar Eggertsson og Pétur Smári Richardsson eiga sitthvorn 47,5% hlutinn í félaginu og Einar Þór Jónsson á 5% hlut. Þá er Pétur framkvæmdastjóri félagsins.
Heimild: Vb.is