Home Fréttir Í fréttum Leggja nýja vegi yfir hraunið

Leggja nýja vegi yfir hraunið

98
0
Frá gosstöðvunum í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ekki í nein­um aðgerðum núna og við bíðum bara átekta. Það er ekki uppi nein áform um að fara í aðgerðir strax og við verðum bara að sjá hver fram­vind­an verður sér­stak­lega með Suður­strand­ar­veg­inn.“

<>

Þetta seg­ir Bergþóra Krist­ins­dótt­ir, verk­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir að það sé hætta á að hraun renni yfir Suður­strand­ar­veg­inn.

„Við erum aðeins kom­in með reynslu að fást við hraun sem hef­ur runnið yfir vegi og við telj­um far­sælla að láta hraunið renna yfir veg­inn og end­ur­móta þá bara nýj­an veg,“ seg­ir Bergþóra.

Fyr­ir klukku­stund síðan voru ekki nema tæp­ir 500 metr­ar í að hrauntung­urn­ar næðu að Suður­strand­ar­veg­in­um en í nótt flæddi hraun yfir Grinda­vík­ur­veg­inn.

„Við kom­um til með að leggja nýj­an veg yfir hraunið sem fór yfir hann í nótt en hvenær það verður gert er ekki hægt að segja til um. Það fer eft­ir því hvenær það hætt­ir að bæt­ast í straum­inn og hversu hratt hraunið kóln­ar,“ seg­ir Bergþóra.

Nes­veg­ur­inn eina færa leiðin til Grinda­vík­ur
Hún seg­ir að það verði ekki gert fyrr en ör­yggið er tryggt. Sem stend­ur er Nes­veg­ur­inn eina leiðin til að kom­ast til Grinda­vík­ur.

„Nes­veg­ur­inn hafði orðið fyr­ir skemmd­um fyrr í vet­ur og veg­ur­inn er ekki al­veg í eins góðu standi og hann gæti verið í. Það hafa verið uppi áform í að fara í viðgerðir á veg­in­um en hann er fær allri al­mennri um­ferð og það er eng­in hætta að aka hann.

Það væri gott að hafa aðrar leiðir en Nes­veg­inn og við erum í start­hol­un­um að ráðast í fram­kvæmd­ir. Nú er bara ákveðinn biðtími og ekk­ert sem við get­um gert í augna­blik­inu,“ seg­ir Bergþóra.

Heimild: Mbl.is