Home Fréttir Í fréttum Hafnartúnið fær nýtt líf

Hafnartúnið fær nýtt líf

113
0
Svona var um að líta í gærmorgun við Hafnartúnshúsið á Selfossi eftir eldsvoða kvöldið áður. mbl.is/Óttar

Hafn­ar­túns­húsið við suðurenda nýja miðbæj­ar­ins á Sel­fossi er gjör­ónýtt eft­ir elds­voða á laug­ar­dags­kvöld. Eitt fal­leg­asta hús bæj­ar­ins er nú ónýtt að sögn Leós Árna­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sig­túns þró­un­ar­fé­lags sem stend­ur að upp­bygg­ing­unni í miðbæn­um.

<>

„Sig­tún keypti þetta hús fyr­ir all­mörg­um árum, snemma í upp­bygg­ing­ar­ferl­inu, og við höf­um ætlað því stórt hlut­verk í miðbæn­um frá upp­hafi. Hug­mynd­in var sú að taka húsið í gegn, gera það sem nýtt og láta það njóta sín. Við höf­um verið í viðræðum við verk­taka um þá vinnu en nú verður breyt­ing á því,“ seg­ir Leó. Húsið hafi verið eitt af elstu hús­um bæj­ar­ins og með þeim fal­leg­ustu.

Flutt frá Svíþjóð

Árið 1946 var húsið flutt til­sniðið til lands­ins frá Svíþjóð og sett á steypt­an kjall­ara frammi á túni og nefnt Hafn­ar­tún. Húsið var bú­staður kaup­fé­lags­stjóra Kaup­fé­lags­ins Hafn­ar í ára­tugi. Sá fyrsti var Sig­urður Óli Ólason, alþing­ismaður og odd­viti Sel­foss­hrepps með meiru, að sögn Leós.

„Hug­mynd­in er að húsið standi við litla götu í miðbæj­ar­kjarn­an­um sem við höf­um kallað Sigga Óla tröð. Það er því eng­in spurn­ing að við mun­um end­ur­byggja Hafn­ar­tún, það verður eft­ir sem áður mik­il­væg­ur hluti af nýja miðbæn­um á Sel­fossi og við mun­um gera sögu þess hátt und­ir höfði. En það er sorg­legt að sjá það fara svona,“ seg­ir Leó.

Seinni áfangi haf­inn

Nú eru hafn­ar fram­kvæmd­ir við seinni áfanga miðbæj­ar­verk­efn­is sem verður um fjór­falt stærri en fyrri áfang­inn sem ris­inn er. Búið er að byggja 13 hús, en Hafn­ar­tún er eitt af 45 hús­um sem verða í síðari áfang­an­um. Áfram verður not­ast við sömu hug­mynda­fræði, sem er að end­ur­reisa sögu­leg hús víðs veg­ar að af land­inu.

Eld­ur kviknaði í hús­inu á átt­unda tím­an­um á laug­ar­dags­kvöld og var mik­ill eld­ur þegar slökkvilið mætti á vett­vang. Um 30 slökkviliðsmenn frá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu tóku þátt í aðgerðum, að sögn Lár­usar Krist­ins Guðmunds­son­ar varaslökkviliðsstjóra.

Lár­us seg­ir slökkvistarf hafa gengið vel, en því var að mestu lokið um klukk­an eitt­ aðfaranótt sunnu­dags. Eng­an sakaði í brun­an­um en ekki er vitað um upp­tök elds­ins.

Heimild: Mbl.is