Home Fréttir Í fréttum Keyptu Nýbýlaveg 4-8 fyrir 2,2 milljarða

Keyptu Nýbýlaveg 4-8 fyrir 2,2 milljarða

285
0
Pétur Björnsson. Mynd: Vb.is

Félagið Nýbýlavegur 4-8 ehf. hefur fest kaup á 7.421 fermetra atvinnuhúsnæði að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 fyrir nærri 2,2 milljarða króna.

<>

Nýbýlavegur 4-8 ehf. er í eigu Hegra fjárfestingar ehf., félags Jóhannesar Sigurðssonar, og Björns ehf., sem er í eigu hjónanna Péturs Björnssonar og Margrétar Þorvaldsdóttur og fjölskyldu.

Í september á síðasta ári sagði Viðskiptablaðið frá því að hjónin hafi fest kaup á 416 milljóna króna þakíbúð í nýbyggingu úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur..

Seljandi atvinnuhúsnæðisins að Nýbýlavegi 4-8 er Lundur fasteignafélag ehf. sem er í jafnri eigu Grétars Hannessonar og Hafsteins Hasler.

Verslanir, veitingastaðir og ýmis önnur atvinnustarfsemi er með aðsetur á Nýbýlavegi 4-8 og má þar m.a. nefna Bónus, Tokyo Sushi, Fylgifiska, Lyfju og Serrano.

Í kaupsamningi kemur fram að öll húsnæðin að Nýbýlavegi 4-8 séu þegar í útleigu.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.

Heimild: Vb.is