Eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu „Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur, göngu- og hjólabrú“.
Verkið innifelur uppsetningu og allan frágang göngubrúar með stigahúsum og fólkslyftum yfir Sæbraut á milli Snekkjuvogs og Dugguvogs.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 27. febrúar sl. var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.
Þriðjudaginn 8. mars voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins.