Verkið felst í því að grafa fyrir og leggja tvo samsíða 220 kV jarðstrengi um 3,7 km leið frá tengivirki Landsnets í Hamranesi að nýju strengendavirki vestan Kaldárselsvegar.
Strengirnir verða í aðskildum skurðum á um 1m dýpi í sérvöldum strengsandi, ásamt tilheyrandi hlífum og viðvörunarborðum, jarðvír og fjarskiptaröri, ásamt því að koma fyrir brunnum á völdum tengistöðum.
Slóðagerð er hluti verkinu ásamt frágandsvinnu á yfirborði raskaðs lands. Byggja skal nýtt afgirt strengendavirki vestan Kaldárselsvegar.
Fjarlægja undirstöður mastra sem tekin verða niður eftir að nýjir strengir verða komninr í rekstur og ganga frá jarðvegsyfirborði.
Útboðsgögn afhent: | 08.03.2024 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 11.04.2024 kl. 14:00 |
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem aðgengileg eru á útboðsvef Landsnets.