Reykjavíkurborg kannar fýsileika þess að opna fjögurra deilda leikskóla fyrir 60-72 börn frá 12 mánaða aldri í fjölbýlishúsi á Dunhaga 18-20.
Í húsinu er samtals 21 íbúð á 2.-4. hæð ásamt viðbyggingu baka til og verslunarrými á 1. hæð. Verslunarrýmin á 1. hæð eru óseld og sér Reykjavíkurborg tækifæri í því að nota þau til að mæta brýnni þörf foreldra í Vesturbænum fyrir leikskólapláss.
Það yrði þó að fækka íbúðum í húsinu um þrjár, því ekki yrðu íbúðir í viðbyggingunni ef af verður.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is