Home Fréttir Í fréttum Vatn fossar úr brunahönum

Vatn fossar úr brunahönum

97
0
mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kalt vatn renn­ur nú til Grinda­vík­ur og stefnt er að að hleypa þrýst­ingi á lagn­ir. Til að byrja með er vatn látið renna til að hreinsa lagn­irn­ar og eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um foss­ar vatn úr bruna­hön­um í Grinda­vík.

<>
Frá aðgerðum í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þetta er mik­ill gleðidag­ur fyr­ir bæ­inn. Aðgerðir í dag snúa að því að koma vatni á stofn­lögn á bryggj­unni,“ seg­ir Ein­ar Sveinn Jóns­son, slökkviliðsstjóri í Grinda­vík.

Ein­ar Sveinn Jóns­son, slökkviliðsstjóri í Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Við þurf­um að hleypa þrýst­ingn­um mjög var­lega á því heimtaug­ar geta verið frost­sprungn­ar og verið í sund­ur,“ seg­ir Ein­ar.

Hann von­ast til þess að vatn kom­ist á hafn­ar­svæðið um há­deg­is­bilið. Í fram­hald­inu verður svo hægt og ró­lega hleypt vatni á í hverf­un­um þar sem íbú­ar búa.

mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Heimild: Mbl.is