Home Fréttir Í fréttum Byggt við flugvöllinn enn á ný

Byggt við flugvöllinn enn á ný

112
0
Lóðirnar við Menntasveig (rauð punktalína) eru vestan við byggingu HR, gegnt flugskýli Gæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Upp­bygg­ing er að hefjast á lóðum við Mennta­sveig sem til­heyra Há­skól­an­um í Reykja­vík. Þess­ar lóðir eru skammt frá aust­ur­enda aust­ur-vest­ur-flug­braut­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Leyfi er fyr­ir allt að 40 þúsund fer­metra bygg­ing­um á fjór­um lóðum.

<>

Eng­ar rann­sókn­ir hafa farið fram á því hvort þess­ar bygg­ing­ar kunni að hafa áhrif á flug­starf­semi vall­ar­ins, að sögn Sigrún­ar Jak­obs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Isa­via inn­an­lands­flug­valla. Enda liggi ekki fyr­ir hversu um­fangs­mikl­ar bygg­ing­ar þetta verða.

Mik­il upp­bygg­ing hef­ur verið í ná­grenni við Reykja­vík­ur­flug­völl á síðustu árum. Stórt íbúðahverfi er risið á svæði Vals á Hlíðar­enda, nýtt sjúkra­hús er að rísa við Hring­braut, mörg stór­hýsi hafa verið byggð í Vatns­mýri, stór­bygg­ing HR reis og áfram mætti telja.

Þá hygg­ur Reykja­vík­ur­borg á upp­bygg­ingu íbúðabyggðar í Skerjaf­irði með til­heyr­andi þjón­ustu og ein­hverri at­vinnu­starf­semi aust­an við nú­ver­andi Skerja­fjarðar­hverfi. Í apríl 2023 var gef­in út skýrsla sam­in af starfs­hópi innviðaráðuneyt­is­ins.

Hlut­verk hans var að vinna flug­fræðilega rann­sókn á fyr­ir­hugaðri byggð í Skerjaf­irði auk áhrifa henn­ar og til­heyr­andi fram­kvæmda á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Jafn­framt að greina hvort og þá hvernig tryggja megi að flug- og rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins skerðist ekki.

Starfs­hóp­ur­inn skoðaði m.a. skýrslu hol­lensku flu­g­rann­sókn­ar­miðstöðvar­inn­ar NLR frá ár­inu 2020 á mögu­leg­um áhrif­um nýrr­ar byggðar í Skerjaf­irði á meðal­vind­hraða og kviku (e. tur­bu­lence) á Reykja­vík­ur­flug­velli sem hvort tveggja ræður miklu um flugskil­yrði yfir og á flug­vell­in­um.

„Við erum ekki kom­in að ákvörðun varðandi aðkomu Hol­lend­ing­anna að þessu en það er ljóst að þar er mesta sér­fræðikunn­átt­an til að meta áhrif bygg­inga,“ seg­ir Sigrún Björk aðspurð hvort hol­lenska fyr­ir­tækið hafi verið fengið til að skoða áhrifa ný­bygg­inga við HR.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir há­skólaráðherra veitti hinn 23. janú­ar sl. Há­skól­an­um í Reykja­vík (HR) 200 millj­óna króna stuðning til fjár­mögn­un­ar und­ir­bún­ings að upp­bygg­ingu á allt að 6.000 fer­metra rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­húsi við skól­ann.

Húsið verði lyk­ill­inn að frek­ari sókn HR í rann­sókn­um og kennslu í tækni­grein­um og efli sam­starf skól­ans við at­vinnu­lífið. Gert er ráð fyr­ir að húsið verði sam­nýtt með sprota­fyr­ir­tækj­um og fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í tækniþróun og rann­sókn­um. Þannig er til dæm­is gert ráð fyr­ir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyr­ir öfl­ug­ar bygg­ingar­rann­sókn­ir.

Stutt­ur fram­kvæmda­tími
Gert er ráð fyr­ir að rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­húsið rísi á lóð vest­an við aðal­bygg­ingu HR, þ.e. við Mennta­sveig 4, en leyfi­legt bygg­ing­ar­magn þar er 11.300 fer­metr­ar. Áætlaður heild­ar­kostnaður við bygg­ing­una er 3,7-4,6 millj­arðar króna, eft­ir því hve sér­hæfð aðstaðan verður. Stefnt er að stutt­um fram­kvæmda­tíma og standa von­ir til þess að húsið geti orðið til­búið árið 2025.

Að sögn Áslaug­ar Örnu er um að ræða mikið fram­fara­skref, enda verði húsið eitt það fyrsta sinn­ar teg­und­ar á Íslandi. „Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur verið mik­ill brautryðjandi í tækni­grein­um og út­skrif­ar yfir helm­ing allra þeirra sem ljúka há­skóla­prófi í raun­vís­inda-, verk­fræði- og tækni­grein­um (STEM) hér á landi. Skól­inn hef­ur metnað til að auka fjöl­breytni náms­ins og bæta kennslu og rann­sókn­ir. Til að svo megi verða þarf hann fjöl­breytt­ara hús­næði,“ sagði Áslaug Arna.

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir rektor HR seg­ir að veru­lega sé farið að þrengja að starf­semi skól­ans og að nýtt rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­hús myndi gjör­bylta allri aðstöðu til kennslu, rann­sókna og ný­sköp­un­ar.

Hinn 13. fe­brú­ar 2007 gerðu Reykja­vík­ur­borg og Há­skól­inn í Reykja­vík með sér sam­komu­lag um ráðstöf­un á liðlega 20 hekt­ur­um lands und­ir starf­semi HR og tengda starf­semi á sviði þekk­ing­ar, rann­sókna, há­tækni eða ný­sköp­un­ar.

Í janú­ar 2020 var gerður viðauki í til­efni vænt­an­legra breyt­inga á deili­skipu­lagi fyr­ir há­skóla­svæðið, þar sem gert er ráð fyr­ir að byggð verði stoppistöð und­ir nýja borg­ar­línu. Borg­ar­lín­an verður staðsett við göt­urn­ar Naut­hóls­veg, Mennta­veg og Mennta­sveig og mun liggja í gegn­um lóðina Mennta­sveig 8, þar sem borg­ar­línu­stoppistöðin verður.

Sam­kvæmt viðauk­an­um er gert ráð fyr­ir að bygg­ing­ar­magn lóðanna Mennta­sveigs 2-8 verði aukið.

Hugs­an­legt há­marks­bygg­ing­ar­magn lóðanna gæti orðið sem hér seg­ir: Mennta­sveig­ur 2, 12.900 fer­metr­ar, Mennta­sveig­ur 4, 8.400 fer­metr­ar, Mennta­veig­ur 6, 7,200 fer­metr­ar, og Mennta­sveig­ur 8, 12.300 fer­metr­ar. Sam­tals eru þetta 40.800 fer­metr­ar. All­ar bygg­ing­arn­ar yrðu þrjár hæðir.

Frétt­in birt­ist upp­haf­lega í Morg­un­blaðinu á sl.fimmtu­dag­.

Heimild: Mbl.is