Home Fréttir Í fréttum Lekans á lögninni enn leitað

Lekans á lögninni enn leitað

72
0
Viðgerð á heitavatnsæðinni frá Svartsengi að Grindavík. Mynd: HS Veitur

Um helmingur heita vatnsins sem að öllu jöfnu rennur frá Svartsengi inn í Grindavík lekur út. Stórtækar vinnuvélar nýttar til verksins.

<>

Íbúar í austurhluta Grindavíkur og Þórkötlustaðahverfi fá að vitja heimila sinna og eigna á milli klukkan 9 og 3 í dag. Starfsemi er í Bláa lóninu, en fyrirtækjum í bænum hefur ekki verið leyft að hefja fulla starfsemi.

Mikill leki er á stofnæð HS Veitna til Grindavíkur og í dreifikerfinu í bænum eftir að hraun rann yfir hana í eldgosinu sem hófst 8. febrúar. Enn er lekans leitað undir hrauninu og gröfur og aðrar stórtækar vinnuvélar nýttar í það.

Vinnan hefur staðið yfir síðan á föstudag, en liggur niðri í dag að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna.

Um helmingur heita vatnsins sem streymir frá Svartsengi skilar sér nú til Grindavíkur og Almannavarnir beina til Grindvíkinga að opna ekki fyrir vatnið og loka gluggum þegar þeir yfirgefa húsin til að halda hita á þeim.

Heimild: Ruv.is