Home Fréttir Í fréttum Varaði nákvæmlega við því sem gerðist

Varaði nákvæmlega við því sem gerðist

95
0
Skúli Ágústsson, gerði hæðarmælingar og taldi líklegt út frá þeim að hraun myndi fara yfir Grindavíkurveg og taka lögn í sundur. Ljósmynd/Aðsend,mbl.is/Kristinn Magnússon

Skúli Ágústs­son bygg­ing­ar­tækni­fræðing­ur, sem unnið hef­ur fyr­ir HS Orku, varaði al­manna­varn­ir og viðbragðsaðila ná­kvæm­lega við því hraun­flæði sem tók í sund­ur Njarðvík­ur­lögn í eld­gos­inu sem hófst á fimmtu­dag.

<>

Skúli vakti at­hygli á mál­inu árið 2020 og svo aft­ur í pósti til al­manna­varna, HS Orku, lög­regl­unn­ar og Grinda­vík­ur­bæj­ar þann 29. des­em­ber síðastliðinn.

„Leiðir aðeins hraun að Grinda­vík­ur­vegi“
Til­tek­ur hann í póst­in­um að hann telji að mis­tök hafi verið gerð þegar varn­argarðarn­ir voru byggðir utan um Svartsengi. Þar seg­ir m.a. orðrétt:

„Þessi varn­argarður sem nú þegar er kom­inn frá Sýl­ing­ar­felli og utan um byggðina í Svartsengi leiðir aðeins hraun að Grinda­vík­ur­vegi. Tek­ur í sund­ur Grinda­vík­ur­veg­inn, heita­vatns­lögn til Reykja­nes­bæj­ar, Suður­nesja­bæj­ar og Voga.

Rýf­ur raf­magns­línu frá Svartsengi og síður en ekki síst rýf­ur kalda­vatns­lögn til orku­vers­ins því kalda­vatns­lögn­in er grunnt í jarðvegi frá Gjánni (aðal vatnstöku­svæði Suður­nesja) og því hef­ur eng­an til­gang að vera að setja nýja heita­vatns­lögn djúpt í jörð á þessu svæði þar sem heita­vatnið er nú bara kalt upp­hitað vatn sem kem­ur frá Gjánni.

Verði stórt hraungos á nýju sprung­unni þá myndi Svartsengi ein­angr­ast og eng­in kæm­ist þangað nema fugl­inn fljúg­andi eða með þyrl­um því Grinda­vík­ur­veg­ur færi und­ir hraun báðum meg­in við Svartsengi og Norður­ljósa­veg­ur­inn einnig,“ seg­ir Skúli í póst­in­um.

Stór hluti þess sem Skúli spáði fyr­ir um raun­gerðist í eld­gos­inu. Hins veg­ar náði hraunið ekki að kalda­vatns­lögn­um nema að hluta.

*Á mynd­inni má sjá hraun­flæðismat Skúla sem sent var til Al­manna­varna. Hér má sjá til­lögu hans að varn­ar­görðum og mögu­legt hraun­flæði frá ólík­um gossprung­um.

Þykir vænt um svæðið
Skúli hef­ur haft mik­il tengsl við Grinda­vík frá því hann var strák­ur. Hann hef­ur unnið mikið fyr­ir HS Orku og gerði mæl­ing­arn­ar vegna vænt­umþykju fyr­ir fyr­ir­tæk­inu og Grinda­vík­ur­bæ. Eins hef­ur hann unnið mikið fyr­ir Bláa lónið.

„Ég gerði þetta um helgi að gamni mínu út frá hæðarlínu­korti. Ég var mikið í Grinda­vík sem gutti og það er eig­in­lega ástæðan fyr­ir því að ég gerði þetta,“ seg­ir Skúli.

Þetta gerði Skúli árið 2020. „Þá höfðu sam­band við mig tveir menn, ann­ar frá Neyðarlín­unni og hinn frá lög­regl­unni. Þeir fengu þetta sent til sín árið 2020 en síðan hef ég ekk­ert heyrt meira í þeim,“ seg­ir Skúli.

Hann seg­ir að hon­um hafi runnið blóðið til skyld­unn­ar vegna jarðhrær­inga á svæðinu und­an­farið og sendi póst í lok des­em­ber þar sem hann varaði á ný við því sem raun­gerðist á fimmtu­dag.

Ekki tekið tilli til hæðarmæl­inga
Viltu þá meina að ef miðað er við þessa hæðarmæl­ingu sem þú gerðir, þá hafi ekki verið tekið til­lit til þess við bygg­ingu varn­argarða?

„Alls ekki. Það hefði átt að gera varn­argarð frá Sýl­ing­ar­felli að Gíg­húsa­hæð, en í stað þess var gerður varn­argarður utan um mann­virk­in í Svartsengi. Það var ekki þörf á því ef miðað er við það hvar gosið hef­ur und­an­far­in þúsund ár.“

Hann seg­ir að vissu­lega megi sýna því skiln­ing að varn­argarður­inn hafi verið byggður um Orku­verið þar sem mikl­ir hags­mun­ir eru und­ir. En hann tel­ur að hægt hefði verið að vinna hlut­ina mun bet­ur með því að gera styttri og mark­viss­ari garða.

Þor­vald­ur hafi bent á það sama
Hann seg­ist ekki hafa verið sá eini sem bent hafi á þessa at­b­urðarás og nefn­ir að sam­kvæmt hraun­spálíkani sem Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur kynnti í Kast­ljósi á RÚV hafi ein­mitt verið spáð fyr­ir um að at­b­urðir fimmtu­dags­ins myndu raun­ger­ast.

„Hæðin í gíg­un­um þar sem gaus er um 75 metr­ar yfir sjáv­ar­máli, en hæðin þar sem hraunið renn­ur í átt að Grinda­vík­ur­vegi er í 25 metr­um. Svo er Svartseng­is­svæðið allt í 25 metr­um,” seg­ir Skúli.

Hann tel­ur fyr­ir­séð að næstu hraun­rennsli muni leita í þessa átt. „Það er allt í sömu hæð þarna og því get­ur hraunið farið yfir Grinda­vík­ur­veg­inn og í átt að Grinda­vík eða þess vegna til Kefla­vík­ur í átt að Fitj­um því þau svæði eru öll í svipaðri hæð,” seg­ir Skúli.

Heimild: Mbl.is