Home Fréttir Í fréttum Djúp sprunga undir íþróttahúsinu í Grindavík

Djúp sprunga undir íþróttahúsinu í Grindavík

203
0
Mynd: Skjáskot af Ruv.is

Minnst tíu metra djúp sprunga uppgötvaðist undir íþróttahúsinu í Grindavík þegar gervigrasinu var flett af fótboltavellinum.

<>

Djúp sprunga liggur undir gervigrasvellinum í íþróttahúsinu í Grindavík. Sprungan kom í ljós í gær þegar viðbragðsaðilar flettu gervigrasinu af. Sprungan er talin minnst tíu metra djúp.

Fyllsta öryggis var gætt á meðan sérfræðingar skoðuðu verksummerkin. Enginn fékk að fara nálægt sprungunni nema vera með sérstakan öryggisbúnað.

Starfsmenn frá verktakafyrirtækinu Sigmönnum unnu að því að rífa gervigrasið af vellinum. Sérfræðingar segja að hún hafi stækkað í jarðhræringunum í kringum eldgosið í janúar.

Heimild: Ruv.is