Home Fréttir Í fréttum 12.03.2024 Landsvirkjun. BUF-60 Ráðgjafaþjónusta um jarðvinnu og byggingaframkvæmdir

12.03.2024 Landsvirkjun. BUF-60 Ráðgjafaþjónusta um jarðvinnu og byggingaframkvæmdir

180
0
Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun, hér eftir nefnd verkkaupi, óskar eftir tilboðum í ráðgjafaþjónustu vegna jarðvinnu og byggingarframkvæmda við vindorkugarðinn Búrfellslund sem áformað er að reisa við Vaðöldu, milli Sultartangastíflu og Sprengisandsleiðar.

<>

Samið verður við einn aðila um þessa þjónustu. Ekki er heimilt að bjóða í einstaka þjónustuliði heldur skulu bjóðendur gera tilboð í allt umbeðið sem fram kemur í tilboðshefti og tilboðsskrá.

Öflun leyfa opinberra aðila fyrir framkvæmdir við Búrfellslund er í gangi og er útboðið með fyrirvara um að öll leyfi fáist til framkvæmda.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að fresta vinnu við ráðgjafaþjónustuna eða hætta við hana ef öflun leyfa dregst eða ef tilskilin leyfi fást ekki.

Útboðsgögn afhent: 06.02.2024 kl. 15:27
Skilafrestur 12.03.2024 kl. 14:00
Opnun tilboða: 12.03.2024 kl. 14:00

Hér er um almennt útboð að ræða með tveggja umslaga kerfi.

Sjá frekar.