Home Fréttir Í fréttum 23.02.2024 Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Varmárskóli – Vörumóttaka

23.02.2024 Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Varmárskóli – Vörumóttaka

143
0
Varmárskóli Mynd: Mosfellsbær

Um er að ræða framkvæmdir við suðurálmu Varmárskóla sem snúa að framkvæmd viðbyggingar við eldhús, flóttastiga á gafli ásamt jarð- og lagnavinnu á framkvæmdasvæðinu.

<>

Helstu verk­þætt­ir í verki, sem þetta út­boð nær til, eru eft­ir­far­andi:

  • Jarðvinna vegna bygginga og lagna/drens.
  • Lagnavinna vegna bygginga og dren-/skólpkerfis skóla á framkvæmdasvæði.
  • Uppsetning flóttastiga og millipalla úr stáli ásam tilheyrandi undirstöðum.
  • Sögun nýrra opa í steypu í núverandi skólabyggingu.
  • Bygging viðbyggingar – burðarvirki og frágangur úti/inni.
  • Raflagnavinna vegna lýsingar á flóttaleið og vegna raflagnar í viðbyggingu.
  • Uppsetning og tenging vörulyftu í viðbyggingu.
  • Snjóbræðsla og yfirborðsfrágangur lóðar.

Verk­inu skal að fullu lok­ið sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna þann 1. ágúst 2024 og í nánu samráði við verkkaupa.

Útboðsgögn verða afhent í gegnum netfangið mos@mos.is frá og með miðvikudeginum 7. febrúar.

Tilboðum ásamt umbeðnum fylgigögnum skulu berast verkkaupa rafrænt á tölvupóstfangið mos@mos.is eða í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2 hæð fyrir kl. 11:00 þann 23. febrúar 2024.

Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á mos.is að opnun lokinni.