Home Fréttir Í fréttum SS verktaki hefur nú verið lýstur gjaldþrota

SS verktaki hefur nú verið lýstur gjaldþrota

1134
0
Mánatún í Rvík. Eitt af síðustu verkefnum SS Verktaka ehf.

Verktakafélagið Sveinbjörn Sigurðsson hf., betur þekkt sem SS verktaki, hefur nú verið lýst gjaldþrota samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í meira en sjötíu ár.

<>

Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari stofnaði fyrirtækið árið 1942, en SS verktaki hefur meðal annars komið að byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna við Hrafnistu, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal auk Borgarleikhússins.

Sveinbjörn, stofnandi félagsins, dró sig í hlé árið 1990 en þrír synir hans tóku þá við rekstri SS verktaka. Mikill rekstrarvandi hefur verið hjá félaginu um nokkurt skeið, sem leiddi svo til gjaldþrotsins.

Heimild: Vb.is