Home Fréttir Í fréttum Suðurnesjalína 2 fer af stað í sumar

Suðurnesjalína 2 fer af stað í sumar

68
0
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við lagningu Suðurnesjalínu 2 hefjist í sumar, en verkið verður boðið út á næstunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Það að verf­is- og eignhafi hafnað kröfu fernra um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka um að felld verði úr gildi sú ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Sveit­ar­fé­lags­ins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2, þýðir að fram­kvæmd­ir við lagn­ingu lín­unn­ar hefjast síðsum­ars.

<>

Seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, það mik­inn létti að úr­sk­urður­inn hafi fallið á þann veg sem varð.

Gríðarlega mik­il­vægt
„Und­ir­bún­ing­ur að fram­kvæmd­um fer á fullt fljót­lega, við erum að und­ir­búa útboð á lín­unni. Það er gríðarlega mik­il­vægt miðað við ástandið á Reykja­nesskag­an­um að reisa þessa línu svo fljótt sem mögu­legt er,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Samn­ing­ar hafa náðst við flesta land­eig­end­ur en ósamið er við þrjá. Eign­ar­nám einn­ar jarðar er í und­ir­bún­ingi, ásamt eign­ar­námi tveggja jarðar­hluta.

Hraða á fram­kvæmd­um sem kost­ur er en þó er nokk­ur óvissa um aðdrætti aðfanga, þar sem mik­il eft­ir­spurn er eft­ir nauðsyn­leg­um búnaði.

Þá er verið að huga að út­færslu lín­unn­ar þannig að hægt verði að verja hana fyr­ir hraun­straumi, komi upp eld­gos sem stefnt geti henni í hættu. Það er í skoðun hjá Landsneti í sam­vinnu við al­manna­varn­ir.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is