Home Fréttir Í fréttum Margt fram undan í byggingaframkvæmdum hjá NLSH ohf.

Margt fram undan í byggingaframkvæmdum hjá NLSH ohf.

161
0
Vinnuvélar í grunni við rannsóknahúsið og í bakgrunni gnæfir yfir hluti nýs meðferðarkjarna. Þar má sjá að uppsetning útveggja klæðningar á fyrsta turninn er komin á skrið. Út úr jarðvegsbakkanum má sjá op inn í tengiganga sem verða neðanjarðar og tengja saman byggingar á svæðinu Mynd: NLSH.is

Nú í upphafi árs eru viðamikil verkefni fram undan, segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.

<>

„Uppsteypa meðferðarkjarna er á lokametrunum og uppsetning útveggjaeininga komin á fulla ferð í vesturhluta hússins. Áfram er unnið að uppsteypu við bílastæða- og tæknihús, ásamt bílakjallara undir Sóleyjartorgi, en þessum uppsteypuverkum mun ljúka síðar á þessu ári.

Jarðvinna rannsóknahúss kláraðist í lok síðasta árs og hefur verktaki tekið við grunninum og hafið undirbúning uppsteypu.

Jarðvinna í húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er í vinnslu og er reiknað með að framkvæmdir við uppsteypu hefjist á næstu mánuðum.

Áframhaldandi vinna við meðferðarkjarna er áætluð á árinu, eins og ílagnir, þakfrágangur og frekari undirbúningur lokafrágangs innanhúss.

Einnig er áætlað að setja upp fyrstu lyfturnar í húsinu á þessu ári,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.

Heimild: NLSH.is