
Nú í upphafi árs eru viðamikil verkefni fram undan, segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.
„Uppsteypa meðferðarkjarna er á lokametrunum og uppsetning útveggjaeininga komin á fulla ferð í vesturhluta hússins. Áfram er unnið að uppsteypu við bílastæða- og tæknihús, ásamt bílakjallara undir Sóleyjartorgi, en þessum uppsteypuverkum mun ljúka síðar á þessu ári.
Jarðvinna rannsóknahúss kláraðist í lok síðasta árs og hefur verktaki tekið við grunninum og hafið undirbúning uppsteypu.
Jarðvinna í húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er í vinnslu og er reiknað með að framkvæmdir við uppsteypu hefjist á næstu mánuðum.
Áframhaldandi vinna við meðferðarkjarna er áætluð á árinu, eins og ílagnir, þakfrágangur og frekari undirbúningur lokafrágangs innanhúss.
Einnig er áætlað að setja upp fyrstu lyfturnar í húsinu á þessu ári,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.
Heimild: NLSH.is