Home Fréttir Í fréttum Nýr leikskóli í Þorlákshöfn boðinn út

Nýr leikskóli í Þorlákshöfn boðinn út

218
0
Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri leikskólabyggingu.

Sveitarfélagið Ölfus hefur boðið út byggingu nýs leikskóla við Bárugötu í Þorlákshöfn. Um er að ræða fjögurra deilda leikskóla og er grunnflötur hússins tæpir 880 fermetrar.

<>

Gert er ráð fyrir möguleika á að stækka leikskólann í sex deildir fyrir allt að 128 börn á síðari stigum.

Skilafrestur tilboða er til 4. mars næstkomandi en byggingin á að vera tilbúin þann 1. september á næsta ári.

Heimild: Sunnlenska.is