Home Fréttir Í fréttum Nýtt 6.000 fm rannsóknarhús við HR strax næsta ár

Nýtt 6.000 fm rannsóknarhús við HR strax næsta ár

108
0
Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ljósmynd/HR

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, veitti í dag Há­skól­an­um í Reykja­vík 200 millj­óna króna fjár­veit­ingu til að fjár­magna und­ir­bún­ing að upp­bygg­ingu á allt að 6.000 fer­metra rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­hús við skól­ann. Er áætlaður heild­ar­kostnaður við bygg­ing­una 3,7 til 4,6 millj­arðar og er stefnt að stutt­um fram­kvæmda­tíma og að húsið getið orðið til­búið strax á næsta ári.

<>

Gert er ráð fyr­ir að húsið verði á næstu lóð við aðal­bygg­ingu há­skól­ans, við Mennta­sveit 4. Það er ein af lóðunum á milli skól­ans og flug­vall­ar­ins, en í dag stend­ur lít­il skemma á hluta lóðar­inn­ar. Þar með verður húsið ekki bein­tengt við nú­ver­andi hús skól­ans.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að húsið eigi að vera lyk­ill­inn að frek­ari sókn HR í rann­sókn­um og kennslu í tækni­grein­um og eigi að efla sam­starf skól­ans við at­vinnu­lífið.

Lóðin þar sem gert er ráð fyr­ir að nýtt rann­sókn­ar­hús rýs er Mennta­sveig­ur 4, eða þar sem rauði dep­ill­inn er. Er lóðin á milli nú­ver­andi hús­næðis HR og flug­vall­ar­ins. Skjá­skot/​Borg­ar­vef­sjá

Gert er ráð fyr­ir að húsið verði sam­nýtt með sprota­fyr­ir­tækj­um og fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í tækniþróun og rann­sókn­um. Þannig er til dæm­is gert ráð fyr­ir að áhersla verði lögð á aðstöðu fyr­ir öfl­ug­ar bygg­ing­a­rann­sókn­ir.

„Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur verið mik­ill brautryðjandi í tækni­grein­um og út­skrif­ar yfir helm­ing allra þeirra sem ljúka há­skóla­prófi í raun­vís­inda-, verk­fræði- og tækni­grein­um (STEM) hér á landi. Skól­inn hef­ur metnað til að auka fjöl­breytni náms­ins og bæta kennslu og rann­sókn­ir. Til að svo megi verða þarf hann fjöl­breytt­ara hús­næði.

Ekki má held­ur gleyma því að góðir há­skól­ar eru for­senda öfl­ugs at­vinnu­lífs sem kall­ar eft­ir því að nem­end­um í tækni­grein­um og verk­fræði fjölgi. Við vit­um að það vant­ar þúsund­ir sér­fræðinga á því sviði næstu ár, ef vaxta­spár hug­verkaiðnaðar­ins eiga að ná fram að ganga, og með sókn á þessu sviði verður auðveld­ara að mæta þess­um þörf­um,“ er haft eft­ir Áslaugu í til­kynn­ing­unni.

Þá er haft eft­ir Ragn­hildi Helga­dótt­ur, rektor HR, að veru­lega sé farið að þrengja að starf­semi skól­ans í dag og að nýtt rann­sókn­ar­hús muni gjör­bylta allri aðstöðu til kennslu, rann­sókna og ný­sköp­un­ar. „Okk­ur vant­ar sveigj­an­leg verk­efna­rými og nem­enda­drif­in verk­efni eins og smíði keppn­is­bíla og ró­bóta fengju stór­bætta aðstöðu í slíku húsi.

Við vilj­um hlúa bet­ur að hag­nýtu, verktengdu námi og skapa ný tæki­færi, bæði hvað varðar þjálf­un nem­enda, gæði rann­sókna og sam­starf við at­vinnu­lífið. Við fögn­um því að ráðherra veiti verk­efn­inu þenn­an stuðning því hann ger­ir okk­ur kleift að ljúka for­hönn­un húss­ins og í fram­hald­inu get­ur fast­eigna­fé­lag skól­ans von­andi fjár­magnað bygg­inga­fram­kvæmd­irn­ar sjálf­ar,“ er haft eft­ir henni.

Heimild: Mbl.is