Home Fréttir Í fréttum Nánast engin ný lán til byggingaframkvæmda

Nánast engin ný lán til byggingaframkvæmda

138
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ný útlán til byggingastarfsemi umfram uppgreiðslur hrundu milli mánaða í desember. Verðmæti nýrra fasteignalána fækkaði verulega.

<>

Bankar veittu heimilum fasteignalán fyrir 4,5 milljarða í desember að frádregnum upp- og umframgreiðslum samkvæmt tölum Seðlabankans. Þetta err veruleg lækkun frá mánuðinum á undan en þá námu lán til heimila með veð í fasteignum tæplega ellefu milljörðum króna.

Meirihluti fasteignalána sem veitt voru í desember voru á fljótandi vöxtum eða tæplega þrír milljarðar. Bankarnir veittu fasteignalán á föstum vöxtum fyrir ríflega 1,5 milljarð í mánuðinum.

Alls námu ný útlán bankanna til atvinnulífsins tæplega sextíu milljörðum í desember að frádregnum upp- og umframgreiðslum. Um 35 milljarðar voru lánaðir til atvinnulífsins. Stærsti hluti lánveitinganna rann til þjónustugeirans eða um 28 milljarðar.

Lítil lánaeftirspurn hjá verktökum

Athygli vekur að lán bankanna til bygginga- og mannvirkjagerðar hrundi niður í 33 milljónir í desembermánuði en að jafnaði höfðu bankarnir verið að lána á bilinu fjóra til tíu milljarða til byggingargeirans mánuðina á undan. Leita þarf til ágústmánaðar 2019 til að finna jafn lítil útlán til byggingafyrirtækja í einum mánuði.

Heimild: Vb.is